UM NÁMSKEIÐIÐ


Áttu húsgagn sem þig langar til að mála en veist ekki hvernig þú átt að byrja? Ertu kanski með gamla gersemi sem þig langar til að breyta en óttast að skemma?

Þá er þetta námskeið fyrir þig.

Þú færð fyrstu upplýsingar við skráningu og svo bætast verkefnin inn vikulega næstu 4 vikurnar.

ER ÞETTA NÁMSKEIÐ FYRIR MIG?

Þetta námskeið er fyrir alla sem langar til að læra að mála húsgagnið sitt með málningarlínunum hjá Svo margt fallegt.

 • Hvort sem þú ert algjör byrjandi og hefur aldei málað neitt eða hefur verið að mála en langar að læra að nota Fusion málninguna
 • Ef þú veist ekki hvernig þú átt að undirbúa húsgagnið þitt
 • Ef þú veist ekki hvora málninguna hjá svo margt fallegt þú ættir að velja
 • eða þér finnst mjólkurmálning áhugaverð en miklar fyrir þér að þurfa að blanda hana og nota vörn yfir....

Þá er þetta námskeið fyrir þig!
HVAÐ LÆRIR ÞÚ?

 • þú lærir grunnin um báðar málningargerðir, bæði um Fusion akríl málninguna og mjólkurmálninguna, þú vinnur verkefni til að læra og æfa þig og færð þekkingu, öryggi og tilfinningu fyrir málninguni
 • Svo lærirðu að velja húsgagn sem hentar þér til að mála, greina ólík yfirborð með tilliti til undirvinnu og hversu hentugt er að mála það.
 • Þú velur hvaða stíl og útlit þú vilt fá og hvaða húsgagn, hvaða málningartegund og aðferð sem við höfum lært gefur þér það útlit. 
 • Við köfum vel ofan í undirvinnuna og þú lærir að undirbúa húsgagnið þitt fyrir málningu
 • þú málar svo húsgagnið þitt þannig að þú fáir það besta út úr málninguni og eigir í lok námskeiðsins vel málað húsgagn sem hæfir þínum smekk og ert fær um að tækla hvaða annað málningarverkefni sem er.


Við skráningu færðu upplysingar um hvaða efni þú þarft að hafa til að leysa verkefnin og aðgang að lokuðu facebook samfélagi. . Verkefnin koma svo inn vikulega næstu 7 vikur eftir það.

AF HVERJU VEFNÁMSKEIÐ?

 • Mikið hefur verið spurt um vefnámskeið í þeim takmörkunum sem hafa verið síðustu misserin og loks þegar takmörunum létti þá var komið tími sem námskeiðin fara í sumarfrí. Svo ég ákvað að stökkva loks á vef-vagninn og færa ykkur námskeiðið á netinu, hvar sem þið eruð stödd.
 • þú getur unnið námskeiðið inní eldhúsi eða úti á palli, allt eftir veðri.
 • þú getur unnið það eftir dagskránni eða beðið þar til tíminn hentar þér og tekið allt í einu.
 • og af hverju ekki að bjóða vinkonum með og þið gerið málningarpartý úr því?
 • Ef þig hefur lengi langað til að mæta á námskeið hjá svo margt fallegt en býrð út á landi eða erlendis. Þá loks er ég komin með námskeiðið til þín hvar sem þú ert.


GRUNN NÁMSKEIÐ, MJÓLKURMÁLNING

Þú lærir að blanda mjólkurmálninguna. Kynnist því hversu ótrúlega fjölbreytt hún er og prufar ólíka vörn yfir.

GRUNN NÁMSKEIÐ, FUSION MINERAL PAINT

Þú lærir grunnatriðin til að fá fallega áferð með Fusion og nokkur tris að auki til að fullkomna verkið.

MÁLAÐU ÞITT EIGIÐ HÚSGAGN

Þegar þú vinnur verkefnin og málar húsgagnið þitt þá notum við lokað samfélag til að fá aðstoð, veita innblástur og vinna námskeiðið saman.

SKRÁÐU ÞIG Á NÁMSKEIÐIÐ