Undirbúnings ráð

UNDIRBÚNINGUR!⁠

Fusion málningin hefur ótrúlega góða viðloðun og þarf lítinn undirbúning... ⁠en engin málning þarf engan undirbúning og ef þú gefur þér smá tíma í réttu undirvinnuna gefurðu verkefninu betra útlit og enn meiri endingu.⁠

  1. Fyrst er alltaf að þrífa húsgagnið vel og fylgja svo leiðbiningum fyrir hverja gerð af yfirborði fyrir málningu.⁠

Fusion™ TSP er vatnsleysanlegt og umhverfisvænt hreinsiefni sem notað er til að hreinsa bert eða málað yfirborð áður en málað er. Mjög áhrifaríkt til að fjarlægja olíu, fitu, fingraför, bletti og önnur óhreinindi, sem mun auka viðloðun og útlit á nýrri umferð af málningu.

  2. undirbúningur fer eftir yfirborði:

👉Ef húsgagnið er bara hreinn viður eða mött málning er svo bara að mála það fallegt. ⁠

👉Ef húsgagnið er með glansandi áferð, málað eða lakkað er gott að pússa næst létt yfir með sandsvapminum til að matta yfirborðið áður en málað er.⁠

... eða⁠

👉Ertu að fara að mála virkilega erfitt yfirborð?⁠⁠

Ultra Grip hjálpar Fusion™ við að binda sig við háglansandi yfirborð sem ekki er hægt að pússa, eins og háglansandi plasthúðað yfirborð, keramikflísar ofl ⁠

3.Velja góðan pensil, hrista dósina og mála það fallegt!⁠⁠🎨

Undirbúnings spjald:


Hér fyrir neðan er hægt að sækja og prenta út undirbúnings spjaldið til að hafa til taks þegar þú ert að undirbúa þitt verkefni fyrir málningu.

Niðurhal
Ljúktu og haltu áfram  
Umræða

0 athugasemdir