Málað yfir gamla málningu

Hvað þarf að gera áður en við málum gamalt málað húsgagn?

Það er ekkert mál að mála bara yfir gamla málningu.

En eins og ég sagði áður þá byrjum við alltaf á að þrífa hlutinn vel fyrst... svo ef málningin er glansandi er gott að pússa yfir með fínum sandpappír til að matta yfirborðið og gefa málninguni betra grip,

en ef málningin er mött þá er bara hægt að mála beint yfir.

Extra tips:

  • Þó þurfum að hafa í huga hvernig ástandið er á gömlu málninguni, ef hún er flögnuð, rispuð eða hoggið upp úr henni þá mun það sjást á aferðinni eftir að við málumi, svo ef þú vilt lýtalaust útlit þá þarf að laga svona galla með sparsli eða að pússa niður áður en málað er. En hinsvegar getur það bara gefið húsgagninu gamlann karakter ef það er það sem við viljum.
  • Sama er ef viðarhúsgagn er hreinlega illa málað fyrir, með gamalli þykkri malningar áferð með taumum og penslaförum! þá oftast vel ég sjálf að fjarlægja málninguna áður en ég mála því mér finst mun skemmtilegra að mála yfir viðinn og láta viðaráfeðrina njóta sín frekar.

Þannig að bottom line er.... það er ekkert mál að mála yfir gamla málningu en stundum skilar meiri undirvinna okkur fallegra húsgagni.

Ljúktu og haltu áfram