1. Skrefið

1.skref

Að undirbúa húsgögnin áður en við málum er gríðarlega mikilvægt, hvort sem húsgagnið þarf mikinn eða lítinn undirbúning og fyrsta skrefið ætti alltaf að vera að þrífa húsgagnið vel.... jafnvel þó það hafi staðið inni í stofu og verið þurkað af í hverri viku.

Fitur og oliur safnast alltaf upp í gegnum árin og þó vel gangi að mála húsgagnið geta þessi ósýnilegu óhreynindi valdið því að það fer að sjá á málningarvinnuni okkar fljótlega.

þegar búið er að þrífa getum við farið að huga að því hvort þurfi að pússa húsgagnið eða grunna eða hvort við getum bara málað strax.

En first things first.... byrjum á að þrífa áður en við förum í næstu skref.

Um Fusion™ TSP

Fusion™ TSP er vatnsleysanlegt hreinsiefni sem notað er til að hreinsa bert eða málað yfirborð áður en málað er. Mjög áhrifaríkt til að fjarlægja olíu, fitu, fingraför, bletti og önnur óhreinindi, sem mun auka viðloðun og útlit á nýrri umferð af málningu.

Blandið efninu samanvið vatn í skál eða spreybrúsa, úðið vel á húsgagnið og þrífið með tusku.

Öruggt að nota á allt yfirborð (tré, málað, gifs, melamín, plast, málmar og gler). Fusion ™ TSP er umhverfisvæn og inniheldur engin fosföt.

  • þykni
  • þarf ekki að skola af
  • mjög árangursríkt
  • vatnsþynnt
  • brotnar niður í náttúruni
  • til notkunar á allt yfirborð
  • inniheldur engin fosföt
  • VOC frítt (skaðleg lífræn efnasambönd)


Ljúktu og haltu áfram  
Umræða

0 athugasemdir