Ultra Grip og hvenær þarf að nota það

Svarið er.. næstum því aldrei, eða amk mjög sjaldan!

Fusion málningin hefur ótrúlega góða viðloðun og yfirleitt er nóg að þrífa yfirborðið vel og ef það er glansandi þá mælum við líka með að pússa létt yfir með fínum sandpappír og mála svo. Það er bara í einstaka mjög erfiðum tilfellum sem málningin bindur sig ekki við, eins og á háglans plast áferð og stundum gler, sem þú notar Fusion Ultra grip fyrst. Við það verður yfirborðið stamt og þá getur þú málað hið ómögulega.

Ultra Grip tips:

  • Ef þú heldur að þú þurfir Ultra grip... prufaðu fyrst að þrífa yfirborðið, pússa létt yfir og mála smá prufu og athugaðu hvort málningin festi sig við, það gæti komið þér á óvart. En ef málningin skilur sig þá þarftu Ultra grip.
  • Ultra Grip er þykkara en málningin og nauðsynlegt er að bera það á í mjög þunnu lagi, með extra mjúkum pensli, tusku, aplication púða, bílasvampi eða rúllu og passa að vinna það hratt og bera á mjög þunnt.
  • Ultra grip er hvítt efni en verður glært þegar það þornar, ef þú sérð það þegar þú berð það á .... er of mikið!
  • Ef Ultra grip skilur sig þarftu að fara aðra þunna umferð!

Kíkið á þetta myndband þar sem Jennylyn fjallar um hvenær og hvernig við notum Fusion Ultra grip.

https://www.facebook.com/fusionmineralpaint/videos/3407984955939991/

Ljúktu og haltu áfram