Hjá Svo margt fallegt færðu allt sem þú þarft til að endurnýta gömlu húsgögnin þín og það er mikið meira en bara málning og penslar. Svo margt fallegt er með tvær fullbúnar málningar línur, með allt frá undirbúnings vörum til loka áferðar og mikið úrval af skreyti vörum til að gera gamla húsgagnið að nýju listaverki.

Á þessari nýju síðu muntu finna leiðbeiningar og málningar ráð og geta keypt netnámskeið

allt sem þú þarft að læra á einum stað.

.

þú byrjar á að skrá þig inn í skólann og getur svo sótt um aðgang að fríum leiðbeiningum eða keypt vefnámskeið.

ath síðan er í stöðugri vinnslu og vænta má að efni bætist við og uppfærist.

Núna kem ég með vinsælu námskeiðin til þín,

hvar sem þú ert, hvenær sem er


- Stína Sæm -

Hæ, ég er Stína Sæm


Ég er eigandi svo margt fallegt og leiðeinandinn þinn á námskeiðunum. Ég bý í gamla bænum í Keflavík, er borin og barnfæddur Keflvíkingur, eiginkona, mamma og amma. Ég ef unun af öllu því sem gleður augað og það er svo margt sem mér finst fallegt og þess vegna varð svo margt fallegt til, sem bloggsíða, árið 2011, til að deila öllu því sem heillar hverju sinni... og það var fegurð úr öllum áttum.

Fyrirtækið Svo margt fallegt varð svo til árið 2016, og ég byrjaði með námskeiðin í bílskúrnum heima hjá mér. Sótti þjálfun til Sviþjóðar til að geta kennt ykkur allt um mjólkurmálninguna og síðar fór ég til Belgíu í Fusion þjálfun og hef kennt ótal mörg námskeið síðan þá, og nú er komið að því að flytja námskeiðin á netið og koma með þau beint til þín, hvar sem þú ert.

Hér í Lærum svo margt fallegt net skólanum finnurðu bæði frí málningar ráð og leiðbeiningar og getur keypt námskeiðin.

Allt á einum stað... en samt hvar sem þú ert.