Að mála áður málað eða lakkað yfirborð

Með eldri hluti og áður málaða/unna er nauðsynlegt að þrífa vel alla fitu og pússa létt yfir til að fá smá grip í yfirborðið, í sumum tilfellum flagnar málningin  og fær einstaklega sjarmerandi og raunverulegt gamalt útlit sem mörgum finnst einn mesti sjarmi við milk paint. 

Gamalt flagnað útlit er nú ekki allra smekkur og passar ekki við öll verkefni og þá kemur bindi efnið til sögunar þegar við málum áður unnið yfirborð.

Með Bonding agent/ultra grip bindur hún sig við áður unna og glansandi fleti  án þess að þurfa að grunna og þá flagnar hún ekki. 

Þú blandar fyrst málninguna

og bætir svo bindiefninu saman við málninguna.

  • Fyrir mikið glansandi hluti, plast- gler og keramikflísar er það einn hluti blönduð málning og einn hluti bindiefni.
  • Ef þú ert með málað eða lakkað glansandi yfirborð sem þú hefur létt pússað yfir en villt slétt og fínt útlit og tryggja að málningin flagni ekki neitt þá er nóg að bæta bara smá bindiefni til að hjálpa málninguni.

Hvert verkefni þarf að meta með það í huga.

Extra tip: miss mustard Bonding agent og Fusion ultra grip er alveg sama efnið svo ekki er þörf á að kaupa annað ef þið eigið hitt.

Ljúktu og haltu áfram