Hvað er mjólkurmálning

Milk paint kynning:


Aðeins fimm náttúruleg efni - 25 dásamlegir litir

Mjólkur málning er ævaforn náttúruleg málning, sem inniheldur fimm grunnefni:  Casain (mjólkurprotein) kalkstein, krít, leir og náttúruleg litarefni,  

Vörurnar eru allar umhverfisvænar, alveg eiturefnalausar og án aukaefna.

Mjólkur málning virkar á flesta fleti, myndar yfirborð sem andar og hentar einstaklega vel til að mála hrá efni eins og við, gifs, leir og aðra álíka fleti og þess vegna er hún sérstaklega heppileg til að mála td viðarhúsgög, leirblómapotta eða álíka. Mjólkur málning drekkur sig inn í yfirborðið og flagnar ekki ef hún er borin á hrein, opin efni.

Með eldri hluti og áður málaða/unna er nauðsynlegt að þrífa vel alla fitu og pússa létt yfir til að fá smá grip í yfirborðið, í sumum tilfellum flagnar málningin  og fær einstaklega sjarmerandi og raunverulegt gamalt útlit sem mörgum finnst einn mesti sjarmi við milk paint. 

Gamalt flagnað útlit er nú ekki allra smekkur og passar ekki við öll verkefni og þá kemur bindi efnið til sögunar þegar við málum áður unnið yfirborð.

Með Bonding agent/ultra grip bindur hún sig við áður unna og glansandi fleti  án þess að þurfa að grunna og þá flagnar hún ekki. 

Mjólkurmálningin er ekki vatnsheld en með vörnunum okkar bæði verðu málninguna fyrir álagi, bleytu og óhreinindum og dregur lika fram dýpt litarins.

Lots to Love

  • Auðvelt að blanda
  • Engin penslaför
  • Slétt eins og silki eða chippy chic - þú velur
  • Ultra-endingargott
  • Mun ekki flagna af opnu yfirborði
  • Mjög fjölhæf – notaðu hana á húsgögn, veggi, og hvaða inni eða úti verkefni
  • Zero VOC


Ljúktu og haltu áfram