Vörn yfir mjólkurmálningu

HVAÐA TOPPHÚÐ Á ÉG AÐ VELJA YFIR MILKPAINT? 

þetta video frá Fusion sýnir þér hverja vörn fyrir sig og hver hentar þér

  • Fyrir verkefni sem eru í daglegri notkun en þurfa takmarkaðan þvott og komast sjaldan í snertingu við vatn, mælum við með  Hampoliuni eða húsgagnavaxinu okkar
  • Fyrir verkefni sem krefjast meiri þrifa eða meiri endingar mælum við með  Stain and Finishing Oil *athugaðu að þetta verður til að hvítir litir gulnan
  • Fyrir verkefni utanhús mælum við með Tungolíuni
  • Við mælum ekki með vatnsvörn eins og  Tough Coat yfir Milk Paint þar sem hún gæti gert hana skýjaða, nema sem valkost yfir hvíta liti sem þurfa að standast mikið álag 


Þú getur valið um hvaða vörn sem er, en helst mælum við með einhverju af vaxinu eða olíunnar okkar. 

Mitt uppáhald er Hampolían, vegna þess að hún er auðveldust í notkun og gefur svo ótrúlega náttúrulegt og gordjöss útlit. Hún mun gefa þér ótrúlega áferð og virkilega poppa upp litinn.

Ef þú vilt nota vatnsblandaða vöru eins og tough coat skaltu hafa í huga að það getur valdið skýjaðri áferð ef það er notað of þykkt. Haltu þig við vax eða olíuvörurnar eins og Hemp Oil Wood Finish 

 

 

HAMPOLÍAN 

Þessi gordjöss  olía er pressuð úr hampfræjum. Það er svo ánægjulegt að vinna með þessa náttúrulega-þurrkandi olíu þar sem hún inniheldur engin aukaefni eða leysiefni. Hún virkar fallega á hráan, nýjan eða endurnýttan við. Því eldri sem viðurinn er því dýpri verður liturinn í viðnum, svo það verður ekki þörf fyrir að bæsa! Best af öllu, hún lyktar af muldum valhnetum þegar þú vinnur með hana.

Notkun: Hún er svo auðveld í notkun, einfaldlega penslaðu eða helltu henni á, dreifðu úr henni, láttu bíða og þurkaðu svo umfram olíu af.

Vörn: lítið til miðlungs álag

Þurktími: 24 tímar

 

 

 Húsgagnavax

Notið sparlega, lítið gerir mikið. Hægt að bera á með pensli eða tusku. Pússið yfri með sléttri tusku til að fjarlægja umfram vax og auka gljáa. Fyrir enn meiri gljáa, pússaðu aftur yfir næsta dag með brúnum pappírspoka. Endurtakið fyrir meiri vörn og gljáa.

Vörn: lítið til miðlungs álag 

Stain & finishing oil

Hentar sem vörn yfir mjólkurmálningu þar sem mikið álag er.

SFO er mjög slitsterkt viðarbæs og vörn, allt í einu.

Fyrir beran við eða yfir mjólkurmálningu, berið á  með pensli eða púða (applicator pad). Fjarlægðu umfram olíu innan 15 mínútna með því að nota slétta ló-lausa tusku eða púða, tryggðu jafna mettun og þrýsting á púðann til að ná hámarks árangri.

Fáanlegt í 6 litum: Hvítt (frábært fyrir hvíttað útlit), náttúrulegt(ólitað), Golden Pine, Cappuccino (frábært fyrir antík útlit), Ebony og Driftwood.

Með því að nota lituðu valkostina bætirðu við gömlu antík útliti. Náttúrulegt (litlaust) bætir við endingu, eykur gljáa og dýpkar litinn aðeins. Náttúrulegt er ekki mælt með yfir hvíta liti þar sem það gulnar.

 

Vörn: mikið álag

Þurrktími: 9klst

TUNG OLÍAN

Þessi olía er 100% náttúruleg, unnin úr pressuðum hnetum Tung trésins. Olían þornar og myndar verndandi filmu á yfirborðið og hentar sérstaklega vel til að verja húsgögn sem standa úti. Hún er þykk eins og sýróp og ég mæli með að þynna hana með þynnir fyrir fyrstu umferð ca 50/50 svo betra sé að dreifa úr henni og fara svo með aðeins þykkari umferð og enda með hana óþynnta til að fá hámarks vörn fyrir veðri og vindum.

Vörn: góð vörn utanhús

Ljúktu og haltu áfram