Mjólkurmálning: fjölbreytt fyrir skapandi húsgagnamálara

TILBÚIN TIL AÐ VIRKJA SKÖPUNARGLEÐINA MEР MILK PAINT BY FUSION™?


Flagnað útlit eða slétt og fínt?

Með eldri hluti og áður málaða/unna er nauðsynlegt að þrífa vel alla fitu og pússa létt yfir til að fá smá grip í yfirborðið, í sumum tilfellum flagnar málningin  og fær einstaklega sjarmerandi og raunverulegt gamalt útlit sem mörgum finnst einn mesti sjarmi við milk paint. 

Gamalt flagnað útlit er nú ekki allra smekkur og passar ekki við öll verkefni og þá kemur bindi efnið til sögunar þegar við málum áður unnið yfirborð. Með Bonding agent/ultra grip bindur hún sig við áður unna og glansandi fleti  án þess að þurfa að grunna og þá flagnar hún ekki. 

Þegar hreinn og opin efniviður er málaður, drekkur málningin sig ofan í yfirboðrið og mun ekki flagna af yfirborðinu og engin þörf er á bindiefninu. En hægt er að nota nokkur trikk til að fá málninguna til að flagna þegar við viljum.


Á grunn námskeiðinu málum við spítuprufur eins og þessar hér að ofan svo við fáum við tilfinningu fyrir mjólkur málninguni og lærum að fá allar þessar ólíku áferðir og útlit.

Skráðu þig á Grunn námskeiðið hér og fáðu málaðu þitt eigið frítt með.

Ljúktu og haltu áfram